föstudagur, 16. nóvember 2007

"Ég bið að heilsa"


Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!

Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.


Í dag er dagur íslenskrar tungu! Eins og flestir vita er hann haldinn hátíðlegur á sjálfum fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Þar sem ég sit nú hér alein í kuldanum í Lúðaström fannst mér við hæfi að birta ofangreint ljóð, því jú jú ég bið auðvitað að heilsa heim í heiðardalinn!!

Viktor er farinn frá mér (eða á ég kannski að dramatísera þetta og segja "okkur") yfir helgina í gleðina á Íslandi. Ég er hins vegar föst hér en ætla ekki að leggjast í neina sjálfsvorkunn af þessum sökum, ónei.... ég er búin að fullbóka læruplan helgarinnar en ritgerðarskrif eru þar efst á baugi. Ég er að skrifa lokaritgerð í seinni kynjafræðikúrsinum á þessari önn og mun hún fjalla hvort nútímasamfélagið hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu kynjanna í dag. Spennandi ég veit....
En fyrir þá sem ekki vita þá er ég búin að ná fyrsta kúrsinum í minni stuttu háskólasögu og á því bara tvo eftir á þessari önn, Heimspeki og Kynjafræði frh.

Já, jávæðnin bara skín af mér þessa dagana þrátt fyrir einveruna og svo ekki sé minnst á kuldann mikla sem er farin að herja á Lúðaström af miklu afli. Ég lauk byrjendakúrs í arineldakveikingjum hjá Viktori áður en hann fór og á því að getað kveikt á þessari frumstæðu kyndingu eins míns liðs yfir helgina (mikil kynjaskipting hefur verið í þessum hluta húsverkana undanfarið). Það er orðið svo kalt að kerti og arinn fara af stað um miðjan dag og er síðan haldið gangandi allt kvöldið.

Krakkarnir í skólanum ráku upp stór augu þegar ég fór að kvarta yfir kuldanum hér og enda héldu þau að ég væri sönn víkingamær frá landi elds og íss og því allvön nokkrum frostgráðum. Ég varð því að skýra út fyrir þeim að á Íslandi er alltaf óveður, rok, rigning og slabb á veturna en hér er bara ,ógeðslega inn á beinum, nístingskalt alla daga en samt stillt. Svona ekta skíðaveður eins og maður man eftir síðan í gamla daga á Íslandi. Held að ég hafi ekki selt skólafélögum mínum neinar íslandsferðir með þessari ræðu minni varðandi íslenskt veðurfar.

Jæja ekki meira frá einbúanum í Noregi í bili...

Ha de

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æj ertu bara -aaalein- yfir helgina :/ ..ekkert gaman við það..
Hefðir nú getað hóað í gömlu, "hérna hinum megin á landinu" ekkert því til fyrir stöðu að kíkja smá á þig ;)
-nema kannski prófin (hjá okkur báðum)
Mitt fyrsta á morgun, 6 tímar skriflegt, á NORSKU takk fyrir pent :/
En til hamingju með kúrsinn :D Ekkert smá gaman að fá afrakstur erfiðisins, og líka hvetjandi upp á hin prófin ;)

-Farðu svo að senda mér þennan blessaða póst kona góð :Þ

Nafnlaus sagði...

Gaman hvað gengur vel hjá þár Álfrún mín. Við Palli höfðum sérhannað borð á Spáni með rafmagnsofni undir, gólfsíðum ullardúk yfir, svo sátum við með dúkinn yfir löppunum í lopapeysum, með rautt nef en hlýtt á tánum :-) kv. Signý

Gyda og Kalli sagði...

Kæra frænka mikið hefði verið gaman ef þú hefðir líka komið í stutta heimsókn á klakann!!! Fallegar myndir af nettu kúlunni þinni :-D
Kveðja
Sigga Bára og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afa, og gangi þér vel með verkefnin um helgina þrátt fyrir einsemdina. Beztu kveðjur úr Kópó..Bin.

Nafnlaus sagði...

Litla dreyið alein í kuldanum í úglandinu..til hamingju samt með kúrsin krúttímús gangi þér sem allra bestast.. kv helgulíus.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kúrsinn þinn elskan mín:D

Láttu fara vel um þig í rólegheitunum og gangi þér vel með ritgerðasmíðina:)

Kossar
XXX

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Álfrún mín.
Tími til kominn að kvitta fyrir mig þar sem ég kíki hingað inn reglulega en er ansi slöpp í kommentinu.
Mikið ertu með sæta og netta bumbu, hún fer þer bara ansi vel :)!!
Hafðu það gott í kuldanum og JÁ til lukku með kúrsinn.
Kv. Gulla

Nafnlaus sagði...

vertu nú dugleg að læra álfurinn minn, svo vid getum haft það huggulegt um helgina, án þess að vera með neitt læru-samviskubit :)
Hlakka svo til að sjá hvað kúlan þín er orðin fín með berum augum!! ekki á myndum eða skype!!
Ást og knús yfir hafið til ykkar, hlakka rosa mikið til að koma.... 2dagar !!!!!!
Steinunn

Nafnlaus sagði...

og..... Hreinn, aka Gússi Bergs biður kærlega að heilsa!!! Hann vill einnig koma því á framfæri að hann er orðinn 181,4 cm á hæð og frekar djúpraddaður. Auk þess er hann farinn að þurfa að raka sig og svona sitt lítið að hverju sem tengist því að vera komin á gelgjuna. Ég var að segja honum að hann þarf endilega að koma með mértil Lilleström á næsta ári ;)
kv. Steinunn

Nafnlaus sagði...

Hello sæti álfur og takk fyrir kveðjuna!!!!!!!
Rosa gaman að fá að fylgjast með ykkur í lúðaström og ég er leynilegur aðdáandi síðunnar:)

Ekkert smá falleg kúlan þín.. vááá þú ættir að leggja þetta bara alfarið fyrir þig..

Hafið það sem allra best í kuldanum í sveitinni og gangi ykkur rosa vel með allt og séstaklega með litla alf:)
kær kveðja
Harpa Dögg

SONJA sagði...

Hæí, hvað er títt?
Er bróðir minn að jafna sig eftir Íslands heimsóknina?
Álfkonurnar hans voru ábyggilega ánægðar að fá hann aftur heim. Nú eru bara nokkrar vikur í litlu frænks og get ég bara varla beðið lengur. Ég spái því að hún heiðri mömmu og pabba með nærveru sinni strax á nýju ári ef ekki fyrr! Það væri líka gaman ef það kæmi lítil Elísabet 24. janúar en amma Beta hefði orðið 90 ára þann dag! ENGIN pressa tíhí
Farið vel með ykkur í kuldanum í NO.
Saknaðarkveðjur, kossarogknús yfir hafið stóra og ískalda...
Sonja sys

Nafnlaus sagði...

Vá hvað bumbumyndin er ótrúlega sæt.......mig langar að sjá fleiri!!! Ég samgleðst ykkur Steinunni að vera saman um helgina.......alveg æðislegt:) Eigið þið yndislega helgi öll saman.......3 gellur og einn gaur. Love & kisses,
Gyða