föstudagur, 23. nóvember 2007

Húsbóndinn kominn heim....

... og Steinunn vinkona á leiðinni! Já nú er lífið ljúft í Lúðaström.... og mjög fínt að fá Viktor heim, þreyttan en ánægðan eftir skemmtilega Íslandsdvöl!

Ég er komin 34 vikur á leið og því ótrúlega stutt eftir. Stundum finnst mér eins og fröken fix sé að reyna að brjótast út úr maganum á mér. Getum horft á magann á mér ganga í bylgjur, alveg ótrúlegt!!
Það er greinilegt að móðureðlið er farið að segja til sín því ég ákvað að baka kanelsnúða í dag ,i tilefni af komu Steinunnar, og er það í fyrsta sinn í 10 ár sem ég nota kökukefli. Ýtti því til hliðar fyrir annað mikilvægara á sínum tíma.
Gerði óvart uppskrift fyrir 100 manns og munum við því lifa á kanelsnúðum fram til jóla. Hér er afraksturinn... og já útlitið segir ekki allt....
Erum nú á leiðinni út á flugvöll að sækja frú Steinunni og ætlum að reyna að sýna henni allar bestu hliðar Noregs um helgina, svo hún muni bera hróður Lúðaström til íslands og einnig svo hún fáist til að koma aftur!!
Birti eina bumbumynd enn fyrir "bestemor" á Íslandi og hinn flugglaða aðdáanda í Flórída... og jú ykkur öll hin líka!!

Já, álfurinn stækkandi fer....

ha de bra kæra fólk
yfir og út

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Unknown sagði...

Það er aldeilis myndarskapur flottir snúðar. Þú blómastrar með hverri vikunni.
Kveðjur frá Garðsstöðum

Nafnlaus sagði...

vaaaaaaaaaaaa hvad hun fer ther vel!!!..vid vildum vid vairum hja ykkur i kaffi og kanil..;)..tokum nu skypespjall um helgina..xxx..telma&rakel

Unknown sagði...

Álfrún, þið lítið vel út, "glæsilegar".
Og varðandi snúðana sem líka líta mjög vel út þá væri gott að fá svona snúða í bítið um jólin. Ég panta hér með formlega eina góða hræru. Sjúmst eftir tæpan mánuð.
Kveðja,
Arnar

Nafnlaus sagði...

Þið mæðgur hafið það gott sé ég, þú lítur æðislega vel út Álfrún, það er ekki eins og þú sért komin 34 vikur. Pannt ég vera svona hugguleg eftir 34 vikur næst... já ég sagði næst (hvenær svo sem það verður).Vilhelm sagði þegar hann sá snúðana; vá mamma ætlar þú að baka svona flotta og gómsæta snúa. Þeir líta óneitanlega vel út! En þú ert búin að koma mér í bobba...
Hafið það gott með Steinunni um helgina.
Luv, Sonja sys

Nafnlaus sagði...

Æðislega gaman að sjá bumbumyndir Álfrún, þú lítur frábærlega út. Ég vona að þið Steinunn séuð búnar að hafa það yndislegt saman og vá hvað hún hlýtur að vera glöð að hafa loksins fengið að knúsa bumbuna! Hafðu það æðislega gott sæta mín, heyrumst kannski á skypinu einhvern tímann aftur ;)
kveðja
Júlía

Nafnlaus sagði...

það má lesa ýmislegt út úr titlinum og efstu myndinni, sé maður þeirrar gerðar...

Nafnlaus sagði...

Það lekur slefan úr hægra munnvikinu og kaloríukúturinn þarf að taka á öllum sínum viljastyrk til að hlaupa ekki í nammiskápinn. Það er samt sennilega allt í lagi að fara í hann. Örugglega galtómur eftir helgina.

Þetta er svo hrikalega flott ólétta hjá ykkur að barnið hlýtur að vera gullfallegt. Ég get svarið fyrir það að það er viss tískusveifla í þessari kúlu kúlu.

Sonja, er ekki til kanilsnúðar frá Betty Crocker?

Nafnlaus sagði...

Það lekur slefan úr hægra munnvikinu og kaloríukúturinn þarf að taka á öllum sínum viljastyrk til að hlaupa ekki í nammiskápinn. Það er samt sennilega allt í lagi að fara í hann. Örugglega galtómur eftir helgina.

Þetta er svo hrikalega flott ólétta hjá ykkur að barnið hlýtur að vera gullfallegt. Ég get svarið fyrir það að það er viss tískusveifla í þessari kúlu kúlu.

Sonja, er ekki til kanilsnúðar frá Betty Crocker?

Nafnlaus sagði...

Það lekur slefan úr hægra munnvikinu og kaloríukúturinn þarf að taka á öllum sínum viljastyrk til að hlaupa ekki í nammiskápinn. Það er samt sennilega allt í lagi að fara í hann. Örugglega galtómur eftir helgina.

Þetta er svo hrikalega flott ólétta hjá ykkur að barnið hlýtur að vera gullfallegt. Ég get svarið fyrir það að það er viss tískusveifla í þessari kúlu kúlu.

Sonja, er ekki til kanilsnúðar frá Betty Crocker?

Unknown sagði...

Aðeins að kíkja á ykkur. Flottur kjóll.
Kveðja frá Garðsstöðum

Halli sagði...

Ég er ekki alveg svona athyglis sjúkur. Skil ekki af hverju mín athugasemd kemur þrisvar en ykkar bara einu sinni. Sennilega er ég bara þrisvar sinnum skemmtilegri...