I dag eru þrjú ljós farin af stað á aðventukransinum og húsfreyjan henti í múffins í tilefni dagsins. Annaðhvart er móðureðlið að magnast með hverjum deginum eða það að mér leiðist gríðarlega mikið.
Nú erum prófin búin hjá okkur báðum sem er mikill léttir enda tekur á taugarnar að sitja við og lesa allan sólahringin. Nú tekur þvi bara við biðin mikla eftir frumburðinum sem má alveg fara að láta sjá núna. Í tilefni prólokanna var farið í Ikea og fjárfest i kommóðu/skiptiborði fyrir álfinn litla. Það voru því miklar aðgerðir hér á bæ við að breyta gestaherberginu og Viktor stóð sig eins og hetja með skrúfjárnið og leiðbeiningabæklinginn á lofti. Ikeaferðir eru komnar í stað barrölts i tilefni prófloka. Breyttir tímar. Hér gefur á að líta afraksturinn.
Norrmenn eru ekki jafn æstir og íslendingar i jólahaldi og jólakaupmennsku. Hér eru engar ofskreytingar á húsum, bara aðventuljós í gluggum og stökum sinnum jólastjarna til að lýsa upp skammdegið. Engar marglitar blikkandi perur og plastjólasveinar upp um alla veggi eins og er farið að tíðkast á Íslandi. Með öðrum orðum Jólakleppur svo ég vitni nú í föður minn. Við erum þó komin með eina seríu i stofugluggann, ég meina við erum nú einu sinni íslendingar.
Læt fylgja með sónarmyndir af álfinum sem komnar eru í ramma og upp á vegg eins og frumburði sæmir.
Jólakveðjur og saknaðarkveðjur yfir hafið
4 ummæli:
Gaman að fá nýtt blogg, var búin að lesa hitt svo oft!
Æðislegt skiptiborðið og frábært að sjá myndirnar af LU SKVÍS... hlakka mikið til að fá hana í heiminn!
Kossar og knús yfir hafið!
Luv, sonja
Bara búin að öllu! Ekkert spólispól?? Á þá bara að fara í biðstöðu á Þorlák? Þá ertu ekki lík mömmu litlu og er það vel! Til hamingju með framtakssemina og dugnaðinn, ekki keyra Viktor alveg út. Hann er líka óléttur þó það sáist ekki utan á honum, mundu það...
Nafnlaus hvað? Ofangreind athugasemd er frá mér og engri annarri...
Elsku Viktor og Álfrún
Sendum okkar bestu jóla og nýars-
óskir.
Hlökkum til að fá fréttir um nýjan fjölskyldumeðlim.
Gangi ykkur allt í haginn
Kærar kveðjur
Anna og Eiríkur
Skrifa ummæli