mánudagur, 16. apríl 2007

Sol og bliða


Já svona er útlitið búið að vera í Lopasokkalandi undanfarna viku... alveg blístrandi blíða!! Við erum því búin að dusta rykið af sólgleraugunum og sandalarnir (sem ekki hafa verið notaðir LENGI) komnir fremst í hilluna. Ef eitthvað er að marka þessa veðurblíðu höfum við sko ekki yfir miklu að kvarta í sumar.
Garðstæðingar fengu því að smakka það besta sem Noregur hefur uppá að bjóða síðastliðna viku en eru þeir nú farnir frá okkur eftir æðislega 10 daga. Takk fyrir komuna kæra fólk.... frábært að hafa ykkur hér hjá okkur!!!

Þessi mynd er tekin í Viglundsparken... frábær skemmti-og listigarður í Osló sem við vorum að uppgötva. Hann skartar þvílíkum högglistaverkum eftir Viglund og hef ég á tilfinningunni að þessi garður verði mjög vinsæll hjá okkur í sumar. Það er meira að segja sundlaugagarður með risa rennibraut..... eitthvað sem ég hélt að Lopasokkaland gæti ekki boðið upp á.

Jæja ekki meir í bili frá okkur sólbrenndu lopasokkunum...

kram

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið takið ykkur geðveikt vel út í sólinni. Blái liturinn á himninum fer einstaklega vel við gallabuxurnar hans Viktors og sólgleraugun Álfunnar. það er greinilegt að þessi mynd var stílíseruð af snillingi.

Nafnlaus sagði...

jæja heppin þið með veðrið :D en þetta er allt að koma hérna á íslandi :D sólin farin að láta sjá sig og maður finnur sumarilminn af og til :D En hafið það gott þarna í lúðaström ;) kveðja frá eyjum

Nafnlaus sagði...

hæhæ alltaf gaman að sjá nýtt blogg! en annars hljómar þessi garður girnilega, get ekki beðið eftir að heimsækja ykkur :D
kv. Védís litla systir

Nafnlaus sagði...

Ja, Norge er bara farinn að rokka, sandalar og alles. Bara passa öklana á Viktori, þeim veitir ekki af sokkunum áfram. Ekki taka neina áhættu með að fara að dubba hann upp í táfeta. Hann virkar nú ekkert meiddur á myndinni... er þetta ekki allt eitthvað orðum aukið ?! ...

Nafnlaus sagði...

sumarið kom í dag, sólin skín, hettumávur gargar og ég sá lóur á vappi í gær.
Bergur lærir, Ari sefur, Sigurjón málar og ég vinn...
ek