föstudagur, 20. apríl 2007
Til hamingju Viktor!
Hér hafiði það kæra fólk.... Íþróttamaður Víkings 2006!!
Var tilkynnt á sumardaginn fyrsta og því Viktor búinn að bæta enn einni fjöðrinni í hattinn sinn (plús fleiri bikurum... jess! þessi nær mér uppá mitti... aftur jess)
Næst er það bara að vera valinn lopasokkur 2007 eða kannski raunhæfara að einbeita sér að árinu 2008. Herra lopasokkur 2008 hljómar vel.
Það er búið að vera mikil dagskrá hjá okkur þessa vikuna þótt að vissulega er hljóðlegra í slotinu eftir að Garðstæðingar flugu á braut. Við fórum í matarboð til Occean liðsfélaga Viktors en hann á íslenska kærustu, Gunnhildi sem er búin að hjálpa okkur mjög mikið að komast inn í allt hér. Þar voru einnig Indriði (Sigurðsson) sem spilar í Osló með Lyn og Jóhanna kærasta hans en þau eru nýbúin að eignast litla stelpu. Það var mjög gaman að hitta loksins fólk og við konurnar gátum deilt reynslusögum af pirrandi hótelvistum og nett óþolandi norrmönnum... frjósamur jarðvegur þar á bæ!
Sprungið dekk, fótboltakvenna hittingur, þvottadagur og pípari sem malaði óskiljanlega norska málýsku eru einnig hlutar af ævintýrum vikunnar sem er að taka enda!
Viktor er betri í ökklanum en þó ekki alveg 100 % heill enn... vonandi fer þetta að koma!!
Gleðilegt sumar kæra fólk nær og fjær
ha de!
p.s eruði að djóka með markið hans Messi? algjör snilld....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Markið hans Messi var algjör snilld!
Til hamingju enn og aftur með titilinn elskulegi bróðir minn! Ég er ekkert smá stolt af þér! Hvernig viltu að við sendum þér bikarinn? Hann passar vel inn í stofu hjá ykkur, hann er aðeins minni en ég og svona 60 kg. Frændi þinn er ekki lítið sáttur við hann! Sendi ykkur myndir á hotmailið þitt Viktor. Er strax byrjuð að plana næstu ferð til ykkar þá kannski bara ég og betri helmingurinn... engin börn :)
Hafið það sem allra best í sólinni og blíðunni í Norge!
kv . sonja sys
ps. álfrún ert þú búin að taka til fánann fyrir næsta leik, er hann ekki á morgun...? Finnst leiðinlegt að missa af skrúðgöngunni og öllu stuðinu! Þú kannski vippar þér í búning í tilefni dagsins :)
Tek undir hamingjuóskir til Viktors - minni á kjallarann á Reynigrund - hann rúmar flest sem veldur sjónmengun. Áfam Viktor!Varðveittu samt ökklann áfram í lopasokknum - allur er varinn góður.
Til hamingju Viktor. Það var samt eiginlega alveg ólýsanlega fyndið að fylgjast með mömmu þinni taka við bikarnum. Hún var svona að velta því fyrir sér að lyfta honum. Bikarinn sá er hins vegar nokkuð stærri en hún sjálf og því tók hún þá skynsamlegu ákvörðun að láta það eiga sig.
Til hamingju Viktor og Álfrún með enn einn bikarinn sem örugglega verður heimilisprýði í Lúðaström. Ef mamma þín kemur í maí gæti hún sem best komið með bikarinn með sér - eða bikarinn komið með hana.
Vona að ökklameiðslin séu að baki og áfram Lúðaström - og Fram!
Markið hjá Messi var næstum eins og gott og hjá Maradona 1986, sá sólaði einum fleiri.
kv. pabbi PV
Skrifa ummæli