laugardagur, 19. maí 2007

Þjoðerniskennd Norrmanna 17 mai

Þjóðhátíðardagur Noregs gekk í garð með pompi og pragt svo vægt sé til orða tekið. Klukkan 10 um morguninn voru við vakin með lúðrasveit og skrúðgöngu fyrir utan gluggan okkar. Það var mjög merkilegt að sjá alla lopasokkana þrama í kór í sértilgerðum lopasokkabúningum ( þjóðbúningum). Hefð er fyrir því hér að Norrmenn fá búninginn í fermingargjöf og eiga því allir yfir þeim aldri svona. Þetta magnaði bara þjóðhátíðaráhrifin.
Klukkan tvö um daginn hrukku við síðan aftur í kút í stofunni okkar en þá marseruðu tilvonandi stúdentar (það er kalllað russar á Norsku) framhjá glugganum með teknótónlist og flautur í kjaftinum. Ekki minni læti þá. Russarnir eru búnir að vera að "dimmtera" í mánuð og er þessi dagur rúsínan í pysluendanum fyrir krakkana... nú byrja prófin!
Um kvöldið fórum við í heljarinnar íslendingagrill hjá Gunnhildi og hér fyrir neðan gefur á að líta svipmyndir frá þessum degi.
Frábær dagur með sól og sumaryl....





6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ, Norðmennirnir eru greinilega jafn sérstakir hjá ykkur í Osló/lúðastöm. Við létum meira að segja plata okkur í skrúðgönguna með íslendingafélaginu. Fyndin stemning að 10% fólksins er í göngunni en hin 90% horfa á. Mér leið pínu eins og fisk í fiskabúri..allir að góna á mann og maður var ekki einu sinni í íslenska þjóðbúningnum. Veit ekki hvort ég læt plata mig í þetta að ári liðnu. En annars áttum við rosa góðan dag í sólinni, á kaffihúsi að sötra hvítvín:) Brjóstabeljan fagnar öllum slíkum momentum:)

Unknown sagði...

Þá hafið þið kynnst þjóðhátíðardegi Norðmanna. Sýnist á myndunum þessi hátíð vera eins og okkar 17.júní. Gaman í bænum.
Sé að þið búið alveg á rétta staðnum. Ekkert ætti að fram hjá ykkur að fara.
Hlökkum til að koma til ykkar í nokkra daga.
Humar (Halla frænda), fiskibollur (Addý ömmu) og sitthvað fleira verður í farteskinu.
Faðmlag frá Garðsstöðum

Nafnlaus sagði...

Já 17 mai er hátíð hjá þeim aðeins betri en 17 jún hér heima. Hvernig er vistin? Líður ykkur ekki vel í Norge. Hvenar ætlar þessi gaur að spila???
Hemmi frændi

SONJA sagði...

Til hamingju með að vera búin að fá mömmu og pabba... aftur!
Ég naut góðs af því að þau væru að fara og fékk ég líka lakkrís og fiskibollur a la amma... kvartaði svo mikið síðast hvort ég þyrfti að flytja úr landi til að fá líka.
Frétti að pabbi hafi loksins komist í golf í NO... og mamma bjargaði sér sjálf í Osló á meðan og er AUÐVITAÐ búin að versla í búðinni hjá Álfrúnu... spurning hvað hún gerir ef þú ferð að vinna í verkfærabúð Álfa!?... ábyggilega allt í einu glimmrandi áhugi á verkfærum hjá gömlu!
Það værir nú gaman að vera hjá ykkur núna en það bíður betri tíma... ábyggilega AÐEINS rólegri ferð hjá þeim gömlu núna :D
Bið að heilsa!
Kossar og knús á línuna
Luv, Sonja sys

Sindri sagði...

Hvað er að frétta?
Ertu komin með vinnu Álfrún? Viktor ekkert að koma til? Enginn hundur? Hvað er að frétta??? Ykkur er boðið í 1 árs barnaafmæli um næstu helgi og útskrift helgina eftir það.

P*aldis sagði...

já.. við verðum að heyrast í dag !!!!
- öppdeita hvora aðra !

Leiðinlegt hvernig lok majinn okkar fór í vaskinn :(
- við erum búin að vera ýkt sorry í H.608
..en ákváðum bara að nota tímann í að skoða Kaupmannahöfn sem "túristar"

..erum ennþá að ;)