sunnudagur, 10. júní 2007

Bongobliða

Noregur hefur síðustu daga komið okkur mikið á óvart með svokölluðu spánarveðri... ekki poppaði 30 stiga hiti og sól upp í hugann á mér þegar við fluttum hingað í vetrarhörkunni. En þessi fyrsta vika í júní hefur slegið öll hitamet ( síðast var svona heitt árið 1880 samkvæmt VG - blaðinu) og á föstudaginn sýndi hitamælirinn í bílnum heil 35 stig í skugga!! Ég er ekki að ljúga... og eru við lopasokkarnir búin að vera dugleg að senda montskilaboð heim í rokið og rigninguna. Það er alltaf klassískt.

Viktor er ekki fíla þennan hita enda segist hann svitna í hverju einasta skrefi og fékk hann mígreni á æfingu um daginn... ekki mundi ég vilja æfa úti í þessum hita.. en enginn miskunn hjá Nordlie þjálfara sem pískar strákana áfram sama hvað!!
Við þurftum meira að segja að kaupa viftu inn á heimilið til að gera lífið í hitanum bærilegra fyrir okkur og sofum við því undir köldum blæstri sem er ómissandi. Einnig fékk ég loksins tvo alvöru sólabaðsstóla á svalirnar okkar þannig að ég geti sleikt sólina á meðan Viktor situr inní stofu við viftuna, hann er ekki sjúkur í að fara í sólbað. Þannig að sólarsjúkir eru velkomnir hingað til að nota hinn stóllinn, mér fer að vanta selskap í brúnkunni enda Viktor ekki að gefa mér mikla samkeppni!

Afmælisdagurinn minn var æðislegur, bongóblíða eins og venjan er á þessum merkisdegi. Gyða vinkona minnti mig á að gott veður á afmælisdag þýðir að maður hefur verið stilltur og góður á síðasta ári... þar hafiði það, ég var svoo stillt að veðrið ákvað að haldast í 10 daga og slá met ....!!
Viktor fórnaði sér í sólabað á ströndinni með mér og fórum síðan á indverskan stað um kvöldið.
Takk fyrir allar skemmtilegu kveðjurnar kæra fólk!

Við erum loksins búinn að panta okkur flug heim en áætluð koma er 2.júlí... þannig að verið viðbúin skyndiheimsóknum þessa stuttu viku sem við munum heiðrað klakann með nærveru okkar.

Heimsóknir til lopasokkalands eru að aukast og er gestaherbergið nánast uppbókað frá 22 júní til fyrsta ágúst gaman gaman!! Það mega fleiri fara að fordæmi Sonju systur Viktors sem pantaði sér far til okkar vikunni gagngert til að losna aðeins við íslenska rokið. Hún er væntanleg eftir 12 daga jess!!

Jæja ætla að fara að undirbúa morgunverð á svölunum enda of heitt til að borða inni...

Ha de bra

Kram

5 ummæli:

SONJA sagði...

Frábært hvað veðrið er gott í Lopasokkalandi, verst að það sér fyrir endan á þessari blíðu þann 16. júní og á að vera "showers" alveg eins langt og spáin nær eða til 19. allan vegana samkv. weather.com, finnst ykkur ég eðlileg, fer þar inn á 10 mín fresti til að ath hvort ég fái ekki ÖRUGGLEGA SÓL!!!!
Hlakka endalaust til að koma, 10 dagar og bara 9 dagar á morgun!
Þegar öll sólin verður komin aftur eftir "showers" þá skal ég SKO vera þér við hlið Álfa mín og sleikja sólina...
Hlakka bara til að koma til ykkar turtildúfur...

luv ya
sonja sys

Unknown sagði...

Sól hvað.....
Það er alveg frábært veður hjá okkur núna. Kvöldsólin skín svo fallega inn um alla glugga hjá okkur á Garðsstöðum. Sat úti áðan og horfði á fuglana svífa í móanum okkar. Sjórinn, Esjan og Skarðsheiðin alveg dásamlega falleg.
Gott að þð eruð búin að fá ykkur sólstóla, til hamingju með þá.
Hlakka til að sjá ykkur um mánaðarmótin.
Faðmlag og margir kossar frá okkur á Garðsstöðum

Nafnlaus sagði...

Tipist með islenzka utlendinga, maður heyrir bara frá þeim þegar vel viðrar á þá. Ps. Til hamingju með afmælið og veðrið hér er mun heilbrygðra en......... Bin

Nafnlaus sagði...

öfund öfund öfund:(

Nafnlaus sagði...

Mamma HK og pabbi PV komin sveitt frá Kuuuben. Pabbi sló í gegn á Jónasarslóðum og saumaklúbburinn lifði í vellystingum praktuglega,kokteilar og hvítvín, öl og smörbröd hjá smurbrauðsdrottningunni sjálfri Idu Davidson 6 rétta máltíð hjá Den Lille Fede en að lokum sló tapasbarinn á Kastrup sló öll met. Mæli með honum fyrir svanga ferðalanga... gott að vera búin að komast í allt gúrmetið í Köben áður en den Lille ström verður heimsóttur... því ekki ku vera mikils að vænta af gúrmeti í norge.