mánudagur, 25. júní 2007

Urhellisrigning hja lopasokkum

Nú er Sonja búin að vera hjá okkur síðan fyrir helgi, blessunin ákvað að gera ykkur klakabúum mikinn greiða og taka rigninguna með sér hingað. Skilst að heima sér búið að vera blíðskaparveður en hér er sko búið að vera skýfall alla helgina. Greyið Sonja... vonandi fer Noregur að sýna sitt rétta andlit í bráð.

Íris litla er orðin mikill skemmtikraftur og heldur uppi miklu fjöri hér á heimilinu. Talar, hjalar og leikur við hvern sinn fingur. Gaman að fá svona fjörkálf í heimsókn.

Eins og flestir vita er lokins búið að finna út hvað er að Viktori greyinu. Hann virðist vera með "ballerínubein" í ökklanum sem er brotið. Það eru ekki allir svo heppnir að vera með þetta einstaka bein þannig á föstudaginn mun Viktor fara í uppskurð g beinið fjarlægt. Gaman að segja frá því að þessi meiðsl eru algengust hjá ballerínum. Einmitt!! Endurhæfingin tekur svo 6-8 vikur en sem betur fer mun kappinn alveg geta æft og haldið sér í formi á meðan.

Nú er vika í að við komum heim og bæði farin að hlakka mikið til. Telma vinkona er svo mikill engill að hún bauð okkar fínu íbúðina sína á Laufásveginum. Yndi...!! þannig að við verðum í miðbænum á meðan við erum á Íslandinu góða.

Að lokum vil ég óska afmælisbarni dagsins innilega til hamingju með daginn!!!

Höldum upp á það alla næstu viku....kossar og knús yfir hafið!!

Ha de

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhí Sonja það er kannski bara eins gott að þú komst ekki alla leið til okkar því hér er búin að vera rjómablíða....svekk svekk.

Spurnig hvort að við biðjum þig ekki bara um að vera hér í Noregi á meðan við skreppum til Íslands.

Bara grín Sonja mín...hlökkum til að sjá ykkur á klakanum.

Knús frá Stavangri.

Nafnlaus sagði...

Vonandi að Viktor verði betri úrbeinaður. Gaman að því að hann skuli vera svona ballerína inn við beinið. Sendi honum baráttukveðjur!
Heja Viktor!