fimmtudagur, 14. júní 2007

Drunur og þrumur

Í nótt vöknuðum við upp við háværar drunur, það var eins og 10 flugvélar væru í lágflugi yfir húsinu. Eins og hendi væru veifað skall svo á þessi svakalega rigningarDempa ( með stóru D). Það var alvöru útlandabragur yfir rigningunni sem var einsog girnileg sturta á götum Lúðaström. Kærkomið regn eftir mikið og gott þurrkutímabil.

Nú er því hitabylgjunni aflétt og viftan komin inní skáp. Eigum örugglega (eða meira vonandi) eftir að þurfa að nota hana aftur seinna í sumar.

Viktor er allur að komast í lag og náði meira að segja að spila sinn fyrsta leik í 2 mánuði um daginn. Hann stóð sig mjög vel að mínu mati, átti góðar stungusendingar og nokkur skot á markið.( er að spá í að leggja íþróttablaðamennsku fyrir mig) Eitthvað vantar þó upp á að hann komist í betra form en vonandi verður það komið eftir fríið í Júlí. Það fer að koma tími á það að hann fái að setja sinn svip á norska knattspyrnu. Lilleström er sem stendur í 2 sæti deildarinnar eftir 3-1 tap gegn Brann á sunnudaginn.

Ég er loksins búin að klára alla pappírsvinnu vegna skólamála og umsóknin mín með einkunnum komin inn í kerfið. Það er búið að vera mikið stress og Norrmenn ekkert sérstaklega þjónustulundir. Fólk er hins vegar búið vera að hræða mig og segja að líkurnar á að komast inn í námið séu ekki hliðhollar mér en ég fæ ekkert að vita fyrr en 26.júlí. Þangað til er bara að vona það besta og undirbúa plan B.

Annars er hversdagsleikinn góður í Lúðaström...

Kram

3 ummæli:

Unknown sagði...

Plan B - Barneignir, hvað annað

Nafnlaus sagði...

...hljómar gott plan B.

En nú er bara að bíða og vona...

Nafnlaus sagði...

No comment!