sunnudagur, 12. ágúst 2007
Hressandi helgarheimsokn
Litla fjölskyldan frá Kaupmannahöfn ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni um helgina! Einstaklega skemmtileg og óvænt ánægja.
Frú Magnea lét ekki sitt eftir liggja og náði svo sannarlega að heilla okkur bæði upp úr skónum !!
Algjört sætabrauð þar á ferð !!!
Við náðum að sýna þeim í stuttum dráttum hvað Oslóarborg hefur upp á að bjóða sem og Litli straumur! Takk fyrir komuna elsku besta fólk... algjör vítamínsprauta í ágústmánuði!!
Viktor og Magnea eru rosa góðir vinir!
Annars blómstrum við bæði hér .... ég fram á við og Viktor í fætinum !!! Maginn á mér er á fullri ferð á kvöldin þar sem litli íþróttaálfurinn skemmtir sér við að gera heljarstökk og leikfimiæfingar... ekki beint líkur móður sinni í þeim efnunum!
Aldís varð svo þess heiðurs aðnjótandi að finna FYRSTA SPARKIÐ í gærkvöldi!! Það var alveg magnað og ótrúlega skrýtið.. Viktor bíður spenntur eftir næsta tækifæri!!
Framundan er viðburðarrík vika sem inniber skólabyrjun og sónarskoðun.. já það er hin eftirsóknarverða 5 mánaða skoðun á föstudaginn... vægast sagt spennandi vika!!
Látum vita ..... af okkur ( öllum þrem )
Ha de
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Spennand, spennandi! Það væri nú ekki amalegt að fá að sjá nokkrar myndir af þér Ála mín;)
Sammála seinasta ræðumanni.. aldís var miklu duglegri að taka myndir af bumbunni sinni ! Allavega duglegri að sýna þær.
Algjör krús þessi Magnea. En vá spennandi tímar framundan...á ekki að fá að vita kynið og deila því með forvitnum vinum?:)
Skemmtilegar myndir. Maður sér svona aðeins fyrir sér hvernig Viktor verður með Halla litla... :-)
Annars er ég sammála því að það væri nú gaman að sjá hvernig bumbubúinn dafnar svona út á við. Það er fátt flottara en töff bumba! Ég er expert , búinn að rækta mína í nokkur ár sjáiði til.
*mwa*
Lov jú ol þrí !!
Jeg get sko sagt ykkur það, forvitnu..
að Ála lítur OFSALEGA vel út !! (",)
Nett bumba, sem sparkaði í mig !
og er stærri á kvöldin.. og fær engan harðfisk.
Nú fer hún ört stækkandi.. og fer brátt ekki fram hjá neinum.. þangað til í jan !! jiiiii... enn spennandi !
Bumbumyndir verða teknar í köben.. (",)
Umm...hvað maturinn er lystugur. Þið spjarið ykkur vel.
Kveðja, frá Garðsstöðum
Jiiii hvað þetta er spennandi hjá ykkur!!
Veeeerður so að segja mér þegar kynið er "komið í ljós" á föstudaginn ;)
Annars erum við orðnir lúðar í noregslandi líka :Þ
...og lýst bara ágætlega á þetta allt saman!
Vertí bandi sæta baun :*
Úbbs gleymdi að kvitta,
Íris sko :Þ
hæ turtildúfur... gangi ykkur vel í sónarnum í dag, hlakka til að fá fréttir!
miss u
sonja sys
Þetta eru ánægjulegar fréttir en á þessum herrans degi 17. ágúst 2007 er beðið í ofvæni eftir ennþá nýrri fréttum.
Skrifa ummæli