Það passar ekkert betur en sitja i stærsta bíósal Oslóarborgar sem gengur undir nafninu Colosseum og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur um heimspekinginn Descartes. Hann er sá fyrsti sem hefur vakið áhuga minn og í fyrsta sinn í langan tíma sem ég les kafla í heimspekibókinni minni án þess að geispa. Mér fannst líka ótrúleg grátbroslegt þegar kennarinn var alltaf að tala um að Descartes "frös ihjäl i Stockholm"...greyið!
Ofangreindur kuldaboli er farin að láta á sér kræla hér í Norge eftir frekar heita helgi. Halla Guðrún heiðraði okkur með nærveru sinni sem var mjög notalegt enda lítið sem maður þarf að gera á heimilinu þegar Halla Guðrún er nálægt. Hún gaf meðal annars svölunum okkar þessa fínu andlitslyftingu enda voru brúnu uppþornuðu blóminn á svölunum okkar blokkinni til skammar. Áttræða konan sem býr við hliðná okkur brosti til okkar í fyrsta sinn þegar við vorum að planta blómum, ein ánægð að við ákváðum loksin að skipta. TAKK FYRIR KOMUNA HALLA.
Annars eru bara þrjár ritgerðir sem ég þarf að skila í þessum mánuði þannig að ég sit sem fastast við tölvuna þessa dagana. Viktor æfir og æfir og er búinn að vera að fá stjörnur í dagblöðunum hér fyrir frammistöðu sína í varaliðsleikjunum. Þetta virðist því allt vera á réttri leið en hann segist vera orðinn um 90% góður í ökklanum. Þá er bara að bíða eftir að hann hljóti náð þjálfarnas í komandi leikjum en Lilleström er í mikilli toppbaráttu við Brann á lokaspretti deildarinnar. Því er aldrei að vita hvenær eða hvort tækifærið muni gefast á þessu ári.
Litli sprelligosinn er að hafa það mjög gott og er búin að velja kennslutíma mína sem tíma leikfimisæfinga og heljarstökka. Get ekki varist brosi þegar allt fer á fullt i annars alvarlegu umhverfi. Þetta verður raunverulegra með hverjum deginum og erum við nú byrjuð að huga að barnadótakaupum enda ekki lítið sem þessi litli álfur þarf á að halda.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Ha de
fimmtudagur, 13. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk fyrir síðast og gangi ykkur vel. Kv. Signý
Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur hjónakornum. Ætlar litli álfurinn bara að fá að dafna vel í bumbunni í Noregi? Eða á að leyfa klakanum að sjá bumbuna betur?
Sendum knús í Lilleström
Svo brátt virka allir limir Viktors 100 prósent..beztu kveðjur, bin.
Gott að litli álfurinn fer á flug í heimspekitímunum. Hann er auðvitað allur á yfirskilvitlega planinu ennþá! Vonandi fer Viktor brátt að verða liðtækur með-limur.
Skrifa ummæli