mánudagur, 3. september 2007

Filosofisk filosofia

Þegar ég lagði fyrst heim heimspekinnar fyrir mér var ég ekki skriðin yfir tvítugt og staðsett í hinu verndaða umhverfi menntastofnunarinnar við Sundin. Kennarinn minn hét grísku nafni og lagði sig allan fram við að sýna mér að þetta fag hentaði ekki rökhugsuðinum mér. Ég einsetti mér að eftir að hafa náð blessaða stúdentsprófinu mundi heimspekibækurnar fara uppá hyllu til þess eins að safna ryki. Ég, Platón, Aristóteles og Descartes eigum nákvæmlega núll sameiginlegt.
Ekki datt mér þá í hug næst mundi ég sitja í 1000 manna fyrirlestra sal með 999 ókunnugum hlustandi að tveggja tíma fyrirlestra um ofangreinda óvini mína á NORSKU. Já, núna get ég sagt að ég hefði átt að hlusta betur á grískættaða kennarann í den. Hann talaði allaveganna mitt eigið tungumál.
Sænska og Norska eru mjög svipuð í rituðu máli en talmálið getur verið flókið enda mállýskurnar hér óteljandi. Stundum held ég í alvörunni að fólk sé ekki að tala norsku heldur bara að syngja eitthvað lag. Ég hef sjaldan einbeitt mér jafn mikið í kennslustundum. Vonandi skilar það sér í lok annar.

Dagurinn í gær var leiðinlegur, Viktor var í Stavanger, leikurinn fór 1-1, Viktor fékk ekki að koma inná, ég keyrði fram á tvær rottur á stærð við ketti á leiðinni heim frá Osló í gærkvöldi, ein var dauð og hin var sprelllifandi. Var með ógeðishroll niðrá bak restina af leiðinni.

Eina góða við daginn í gær var að elsku besti Afi minn fyllti 75 ár í gær!! Til hamingju með daginn elsku (lang) Afi ***

ha de

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Engin veit sína ævina fyrr en öll er sagði einhver!

Þú ert að gera góða hluti... já og líka þú Viktor!
Gangi ykkur vel með mömmu, passið upp á að hún mæti í flugið heim...
Hún er með skemmtilegt verkefni fyrir ykkur frá mér

luv, sonja sys

Nafnlaus sagði...

Ja, það dugar ekki að vera endalaust í fýlu yfir fílunni, hún er náttúrulega lífið álfrún mín!,,Ég hugsa, þess vegna er ég". Fátt er hollara ungum óléttum konum en að hugleiða tilgang lífsins.