sunnudagur, 2. september 2007

Litið stelpuskott mun það verða... (örugglega)

..og ég er búin að halda það allan tímann. Ljósmóðirin sagði að í flestum tilvikum hefði mamman rétt fyrir sér, greinilegt að það byrjar strax enda löngu vitað að mamma veit alltaf best.
Þetta er samt aldrei 100% öruggt og margir búnir að deila með okkur sögur af fólki sem fékk að vita vitlaust í sónarnum.

Við fengum að sjá spítalann í fyrsta skiptið á þriðjudaginn... hann er STÓR og yfirþyrmandi. Gott að fá smá tíma til að melta hann og venjast tilhugsuninni um að þurfa að dvelja þar. Ljósmóðirin var norskumælandi finni og Viktor bað um þýðingu fyrir öllu sem hún sagði. Mjög fyndin tungumála blanda.
Litli álfurinn var ekkert par hrifin af afskiptaseminni og lét sko aldeilis finna fyrir sér á meðan skoðuninni stóð. Í hvert skipti sem ljósan ýtti sparkaði hún á móti. Karaktereinkennin komin strax og frábært að fylgjast með. Ljósmóðirinn sagðist sjaldan hafa séð jafn aktívt barn eftir bara 20 vikur.

Annars er lífið bara búið að vera ljúft síðustu daga. Viktor er komin í flott form og gengur bara vel á æfingum.
Í morgun lagði hann af stað til Stavangurs og mun vera þar fram á Mánudag. Uwe Rösler, þjálfarinn sem keypti Viktor til Lsk er að þjálfa Víking Stavanger núna og Tom Nordlie núverandi þjálfari Lsk var að þjálfa Víking síðasta sumar. Viðureign kvöldsins er því ekki endast barátta um annað sætið heldur líka ákveðin sýniþörf þjálfara.

Ég mun leita skjóls hjá Indriða, Jóhönnu og Hildi litlu í kvöld enda ekki par gaman að vera aleinn í Lúðaström. Þar ætla ég að horfa á leikinn sem byrjar 20.00 og vona það besta. Tækifærið hlýtur að vera á leiðinni.

Góða helgi allir saman

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litli álfurinn hennar frænku sinn bara í stuði í mömmumaga... greinilega mega stuð þar!

Við erum "flutt" á G23 og erum að tæma E2 í kvöld... allt dótið komið á M11 - spennandi eða þannig, bara leiðinlegt að flytja.
Reyni að henda inn myndum í kvöld fyrir ykkur í NO

Hakka til að fylgjast með stöðumála í kvöld

knús yfir hafið...
sonja sys og grísirnir 3

Sindri sagði...

Jess... leikurinn sýndur í sjónvarpinu!!

Nafnlaus sagði...

Úff skil vel þú viljir ekki vera aaalein í *útlandinu* hehehe, sjálfsagt ekkert útland lengur, en skil þig samt vel :)

Þyrftir eiginlega segja mér næst hvenær Viktor fer -að heiman- og þá væri spurning að gamla skellti sér til þín í smá heimsókn, kíkt á Osló í leiðinni og *stelpast* smá, ekki veitir af, alltaf ein með Finni daginn út og inn :Þ

Íris ;)

Sindri sagði...

Jaháá!??

Nafnlaus sagði...

Hæ Ála Pála sæta og Viktor, gaman að heyra að þið fáið litla stelpu og sónarinn hafði rétt fyrir sér hjá mér í bæði skiptinn:) gaman að heyra að allt gangi vel hlakka til að sjá þig Álfrún þegar þú kemur heim í heimsókn
love Rannveig

Nafnlaus sagði...

Innilega til lukku með litla stelpuskottið...mælum sko hiklaust með stelpuskottum...það er bara æði pæði.

Leiðinlegt að Viktor fékk ekki séns á móti liðinu okkar, en það kemur vonandi sem allra fyrst.

Knús frá okkur

Híhí skemmtilegar styttingar hjá Sonju...ég tek þetta upp. Við búum þá á B11