sunnudagur, 30. september 2007

Næturlif Osloar kannað og heimsoknarhryna i Luðaström



Loksins var látið verða af því að við íslensku (+ ein norsk) stúlkurnar í Oslóarsvæðinu hittumst. Farið var á einn vinsælasta tapasbar borgarinnar og svo tók við örlítill könnunarleiðangur um bestu barina.
Rosalega var gott að fara aðeins í djammgírinn og fékk ég mikla athygli út á kúluna (sem stækkandi fer). Fataskápurinn hefur skroppið saman síðustu daga en á móti kom að ég hef sjaldan verið jafn afslöppuð að gera mig til. Enda skipti öllu að litli álfurinn mundi láta sér líða vel. Ákveðið var að gera ofangreindan viðburð að mánaðarlegum hitting og mun ég reyna að láta sjá mig á meðan ég er ekki offyrirferðamikill.

Mikil heimsóknarhryna hefur nú skollið á Lúðaström, Halli og Berglind eru búin að vera hjá okkur síðan fyrir helgi en munu kveðja Noreg á morgun. Þá mun afi KJÓL heiðra okkur með nærveru sinni en heldur svo áleiðis til Skagen og Kaupmannahafnar. Því næst munu KR félagarnir Simmi og Bjöggi fagna sæti síns liðs í Landbankadeildinni með leiðangri til Norges við mikinn fögnuð okkar hér. Um leið og þeir kveðja koma síðan mínir ástkæru foreldrar og munu dvelja hjá okkur yfir langa helgi....

Já það mun vera fjör hér á Alexanders Kiellandsgötu næstu vikurnar sem við tökum fagnandi og mega fleiri taka sér ofangreinda einstaklinga til fyrirmyndar!!

Í kvöld munum við halda á einn aðalfótboltaleik tímabilins því LSK tekur á móti toppliði deildarinnar Brann klukkan 20.00. Uppselt er á leikinn fyrir löngu síðan og býst ég við mikillri stemmingu. Viktor mun verma bekkinn og allaveganna mun hann reyna að gera það eftir bestu getu, hvort tækifærið gefist i kveld en svo allt önnur saga.

Kveð með einni góðri af mér og Jóhönnu síðan á föstudagskvöldið

Ha de

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég spái því að sú norska sé önnur frá hægri! Passar það?

Álfrún og Viktor Noregsfarar sagði...

Jebb passar.... glögga heilamamma!!!

P*aldis sagði...

Sæta !! *mwa*

Sakna þín.. og ykkar