laugardagur, 6. október 2007

Höfðinginn sa....


Afi KjÓl heiðraði okkur með nærveru sinni síðastliðna viku. Vafalaust með þægilegri gestum sem við höfum fengið, enda afi með prógramm fyrir alla daganna. Hann náði að gera og sjá það helsta sem Oslóarborg hefur upp á að bjóða og allt gerði hann fótgangangandi með kortið að vopni. Megi aðrir ferðalangar taka hann til fyrirmyndar.
Afi fyllti okkur af ýmsum fróðleik um allt milli heima og geima á meðan dvöl hans stóð.
Í gærkvöldi fylgdu við svo honum að hafnarbakkanum þar sem kappinn silgdi með ferju Color Line út Oslóarfjörðinn í kvöldsólinni. Skagen og Kaupmannahöfn eru næstu áfangastaðir afa í þessu mikla ferðalagi.

Afi Kjartan... takk fyrir komuna og vertu velkominn aftur hvenær sem er!!

5 ummæli:

Freyja sagði...

Ekkert smá dugleg fjölskyldan ykar að heimsækja ykkur... gott að eiga góða að!!!!

P*aldis sagði...

Jæja.. erum að bíða eftir Kjólnum..
og með Lúðastömm á skjánum

Sjáum títt til Viktors :)
..en hann er ekki búinn að taka af sjéf húfuna,
10 mín eftir af leiknum.. vonum samt ennþá, að hann taki ofan "hattinn"

Huxum til ykkar..

Sindri sagði...

Því er ég sammála að Kjartan er með þægilegri gestum sem maður fær.

Vorum einmitt að bjóða góða nótt, en við erum búin að sitja að spjalli í allt kvöld.

Nafnlaus sagði...

Hæ ála pála, svaka ert þú orðin sæt, með svona sæta kúlu, hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim
kveðja Frá Gamla landinu
Rannveig

Nafnlaus sagði...

Hvad er að frétta? Hjá okkur er Villi villti hættur..ekki um annað rætt og ritað.!!! Hlakka til að sjá ykkur, Bin.