Nú er þessi búseta okkar hér öll að komast í fastar skorður og maður er svona farin að komast aftur niður á jörðina eftir rússíbanareið búferlaflutninga. Tilhugsunin um að verða hluti af hinu norska samfélagi er búin að gerjast og síast inn í heilann. Við erum komin til vera og því ekki seinna vænna en að kasta enskunni til hliðar og byrja að bjarga sér á norsku (eða nánar tiltekið góðri blöndu af sænsku og dönsku með hinum syngjandi norska hreim).
Eftir að hafa talað við nokkra norrmenn í síman hef ég tekið eftir að norrmenn kveðjast ekki.. það er ekkert Bless til í þeirra orðaforða. Ég hef bæði reynt hið danska hej hej eða hið sænska hejda enda frekar óþægilegt að enda samtal án þess að kveðja. en alltaf fengið hið glaðlynda ha de tilbaka, alveg einstakt! Einnig ofnota norrmenn orðið "greit" eða æðislegt á íslensku. hmm.. já þetta er ansi jákvæð þjóð... allaveganna finn ég að viðmótið í búðunum er betra ef töluð er ofangreind norska en enska. Spes.
Núna erum við nýkomin frá lækni eða nánar tiltekið hinn ökklameiddi Viktor. Ég ákváð þó að fara með enda læknirinn staðsettur á annars órönnsökuðu svæði Oslóarborgar. Læknirinn er sérfræðingur í svona meiðslum og leit út eins og Jón Páll... massatröll sem já náði að hnykkja ökklann hans Viktors nokkurn veginn á sinn stað. Hann verður þó að fara til hans aftur fyrir helgi og vonum þá að tröllið geti nýtt krafta sína í að koma Viktori í takkaskónna á ný.
Fyrir mína parta þá fór ég atvinnuviðtal á þriðjudaginn sem gekk vonum framan. Þar gat ég nýtt mína sænsku og verð ég að segja að ég hafi komið sjálfri mér á óvart... greinilegt að þessi kunnátta geymist vel... maður verður bara að dusta af henni rykið. Ekki er alveg ljóst hvort að starfið sé mitt ennþá en þegar það kemst á hreint mun ég flytja frekari fregnir af því hér.
Framundan þessa vikuna ber hæst fótboltakvenna hittingur á laugardagskvöldið þar sem kallarnir verða skildir eftir heima og síðan er heimaleikur Lilleström við Oslóarliðið Lyn á mánudaginn. Kvíði fyrir að þurfa að taka fram fánann og flagga á ný... alveg svaðalega aulalegt svo ekki sé meira sagt að gera þetta ein.
Annars langaði okkur að deila með ykkur þessu snilldar myndbandi af norskri hljómsveit sem Viktor fékk frá snillingnum frænda sínum.
http://straumod.nrk.no/AlltidMoro/AAPArkiv300/Hurra_Torpedo_300_WM_20011221_150336.wmv
Já þetta eru norrmenn í lagi og ekki þarf að taka það fram að tónlistarmenningin hér blómstrar af tilraunamennsku.
miðvikudagur, 25. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Halló nágrannar!
Gaman að heyra að viðtalið gekk vel, hef fulla trú á þér.
Já, það er alveg magnað hvað gamalt og gleymt tungumál geymist vel í hausnum á manni:) Kemur að góðum notum núna.
Gaman að heyra í þér um daginn.
Er á leið í íslendingakvenna-saumó hér í Stavangri. Ég hitti íslenska konu í leikfimi í morgun sem bauð mér með:)
Kveðja frá Stavangri
Normenn eru crazy...
ð
Til hamingju með vinnuna Álfurinn minn. Þú ert svo mikill snilli!
Frétti af ykkur í Viglundsparken í gær,hefði alveg verið til í að "huggesæ" með ykkur þar í gær í stað þess að vera í rokinu á Íslandi, ég hata rok!!!
Það var ræs hér hjá ungum manni 7:30 í morgun, Grétar kom allt í einu fram og hitaði sér pizzu frá í gær... hann var reyndar fljótur að fara aftur upp í rúm þegar hann sá hvað klukkan var :)
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld í matarboðinu hjá mömmu og pabba, hvað ætli þið að hafa í matinn?
Þetta er komið gott, nánast efni í e-mail...
LUV YA, Sonja sys
hæjjj þið :D gott að viktor sé nú að jafna sig. eða er það nú ekki :D OG já viktor til hamingju með titilinn hjá víking. :) oG álfrún til hamingju með að vera svona næstum því komin með vinnu =) En norskan verður ekert lengi að koma. Eftir einn tvo bjóra verður reip rennandi í þessu :) En gangi ykkur vel :*
Já, mín bara komin með ha de og greit og alles på norsk og flaggar á svölunum eins og ekkert sé. Það er gott að vera gæddur náttúru kamelljónsins, nú kemur það sér vel elsku kellingin mín. Finnst of stutt að skreppa bara eina helgi til ykkar, erfitt um frí, er reyna að finna út úr þessu. Veit ekki hvort það er gott að vita af ökkla Viktors í tröllahöndum.
Jæja Álfurinn minn, núna er fyrsti vinnudagurinn á morgun. Gangi þér rosalega vel og láttu sænskuna flakka :D
Bið að heilsa lilla bro... hvernig væri að skella eins og einni mynd af ykkur á síðuna?
Elsku Álfrún, mér sýnist sem svo að þú hafir fengið vinnuna. Til hamingju með það! En hver er þessi vinna ef ég má spyrja?:)
Vonandi fer ökklinn á manninum að komast í lag, óþolandi þessi meiðsli!
Ég bið innilega vel að heilsa ykkur í bili og gangi þér ótrúlega vel í nýju vinnunni litli snillinn minn:)
Kv. Magga
Elsku Álfrún, mér sýnist sem svo að þú hafir fengið vinnuna. Til hamingju með það! En hver er þessi vinna ef ég má spyrja?:)
Vonandi fer ökklinn á manninum að komast í lag, óþolandi þessi meiðsli!
Ég bið innilega vel að heilsa ykkur í bili og gangi þér ótrúlega vel í nýju vinnunni litli snillinn minn:)
Kv. Magga
Skrifa ummæli