Til að sýna það og sanna að við erum orðin búrsleg ákváðum við að birta hér myndir af okkar fyrsta pönnukökubakstri!! Já þið eruð að lesa rétt.. við ákváðum að baka íslenskar pönnukökur á venjulegum mánudegi. Verkaskiptingin í eldhúsinu var líka mjög jöfn, ég hrærði deigið og Viktor sýndi snilli sína með pönnuna!! Fyrstu 10 pönnukökurnar fóru beinustu leið í ruslið þó enda pönnukökubakstur listform að mínu mati. Ömmur Íslands eiga mikla virðingu skilið fyrir að hafa gert þetta án þess að blikna frá örófi alda.
Að lokum tókst okkur þetta og þjóðhátíðardaguri Íslands var haldinn hátíðlegur (reyndar degi of seint) með fámennu en góðmennu pönnsupartí í Lúðaström. Næst þorum við líklega að bjóða fleirum...
ha de
mánudagur, 18. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Glæsileg veisla:)
Fóru þið ekki í nein veisluhöld með íslendingafélaginu. Við förum og það er eiginlega spurning hvort að lúðrasveitin í skrúðgöngunni hafi verið fjölmennari en íslendingarnir sem á eftir komu:)
HE var að spila sína fyrstu 90 mín núna áðan...vei vei ...þarf ekki mikið til að gleðja mann núna í boltanum!
Ummm, slummm ... það er ekkert skrítið þótt 10 fyrstu pönnsurnar mistakist. Pannan er splunkuný er það ekki? Það þarf að baka hana til svo nú er um ekkert annað að ræða en að byrja að æfa - fékkstu uppskriftina frá mér í tæka tíð?
Váhá en flott!
Hlakka til að koma.... bara 3 1/2 dagur, veiveivei!
Maður verður svangur að sjá svona flott uppdekkað kaffiborð.
Þið eruð svo dugleg, elskurnar mínar.
Hlökkum til að sjá ykkur um mánaðarmótin.
Kveðjur frá Garðsstöðum
Það var aðeins stærra pönnsupartíið heima :D....hlakka til að fá ykkur og get ekki beðið eftir að koma út !
kv. Védís litla systir
ohh hvað þið eruð krúttleg í þessu :D fer þér vel Viktor að vera í eldhúsinu ;) svo talar karlar um að þetta fari okkur kvenmönnunum vel. Þetta fer þér nú bara aldeilis vel ;) Álfrun fer bara i boltann og þú í eldhúsið :D hehe. En jæja hafið það gott. kveðja ur eyjum :*
namm namm.. hlakka til að koma í kaffiboð til ykkar ! *mwa*
Spánninn fór vel með okkur fjölskylduna !
Gott að slappa soldið af í sólinni.. og sýna Sindra mínar gömlu slóðir ;)
Við stukkum útí Algar fossana !!!
Mannstu Ála, hvað þeir voru svakalega kaldir !
p.s.
Magnea er orðin geggjað brún !
Úff var að lesa um Viktor greyið á fotbolti.net.
Nú er gott að eiga góða konu VIktor...reyndu að tapa ekki gleðinni:)
Bið að heilsa Sonju og Írisi monsu
Óskemmtilegar fréttir. En nú er það bara líta á björtu hliðarnar. Þú getur masterað pönnukökubaksturinn og náð einstaka færni í Uno til dæmis...
Skrifa ummæli