föstudagur, 21. september 2007
Takk fyrir innlitið
Signý og Palli komu okkur að óvörum til Noregs fyrir stuttu síðan. Skötuhjúin voru í helgarferð til Lopasokkalandsins í fyrsta sinn og lagðist hin dimma Oslóarborg vel í hjúin.
Við og Halla Guðrún náðum að hitta þau í kaffi ásamt smá spássitúr áður en þau héldu á vit næturlífs Oslóar í boði vinnu Signýjar.
Signý mundi eftir að setja að setja filmu í myndavélina og var svo góð að senda okkur sýnishorn af útkomunni sem birtist hér til að setja smá lit á síðuna.
Takk fyrir okkur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Æi sætustu sætu
Miss U
Sonja sys
Palli hefur eitthvað breyst síðan ég sá hann síðast.
En ótrúlega gaman að fá að sjá myndir loksins:)
Þú geislar af fegurð Ála mín! Vildi bara að ég gæti fengið að hafa þig smá hér heima...:P
Þúsund Kossar á ykkur bæði tvö xxxx
---------------
Verð að segja það að lokum að þetta komment hérna fyrir ofan er einum of fyndið, fékk mig til að skelli hlæja, ég var einmitt að pæla hver Palli væri á þessari mynd:)
Palli náttúrulega tekur myndinrnar, látið ekki sona. Kv. og takk fyrir síðast Signý
...sá leikinn í gær. Vikki tók sig vel út á skjánum, pollrólegur að vanda, kannski smá óþreyjufullur að komast inná. Annars eru þetta nú meiru villimennirnir þessir straumverjar, gamlir og þungir skrokkar með kjaftinn út á öxl. (Minnti um margt á leik hjá FC Guðrúnu ;).
...vantar augljóslega ferskar fætur í þetta lið. Veigar og félagar voru hinsvegar aðeins léttari á því.
Hvernig er það eru menn bara áskrifendur af sætum í liðinu þarna í lopasokkalandi?
Það þarf einhver að fara opna augun á þessum feita í brúnni, man ekki hvað hann heitir Tommy eikkað Nord. Það hlýtur að fara stittast í sénsinn núna þegar menn eru að verða heilir og liðið ekki á sigurbraut lengur. Við krossum allavega fingur og fylgjumst æsispennt með... Annars gerast góðir hlutir hægt og þolinmæði er dygð og svo frv.
Annar leikur sem ég hefði viljað sjá í gær, var spilaður í mekka knattspyrnunar upp á Skaga.
Það er ekki bjart yfir Víkingum fyrir lokaumferðina... enda ekki við öðru að búast þegar það er enginn til að draga vagninn!
Áfram ÍA!!
p.s. farið að láta heyra í ykkur... á msn kannski bara ;/
Halla sys er svo oft í Lúðastraumi að hún getur sett í þvottvél í einni ferð, þurrkað í næstu ferð og svo brotið saman í ferðinni þar á eftir. Spurning hvenær þessi elska fær ríkisborgararétt í ríki Haraldar "ekki svo hárfagra".
Hef það fyrir satt að sumir KR-ingar séu ekkert svo sáttir við langdvalir hennar í norska póstnúmerinu. Enda gerðu þeir sér lítið fyrir og hertóku Garðstaðavirkið þegar hjónakornin þar brugðu sér í sitthvort konungsríkið.
hæ elsku dúllur.
Vá Álfurinn minn getur þú bara enn gengid i gallabuxum??? fleiri myndir fleiri myndir fleiri myndir.....það er svo skemmtilegt.
Ást og söknuður, Gyða
Skrifa ummæli