Jæja... kæra fólk! Loksins fréttir af lúðunum.
Veit ekki almennilega hvers vegna þessi máltregi hefur átt sér stað undanfarnar vikur ... ekki er hægt að skella skuldinni á atburðarleysi enda mikið búið að ganga á í lopasokkalífi. Og við sem héldum að við værum bara að fara að slaka á í sveitasælunni... ekki aldeilis. Það er einfaldlega búið að vera frá of miklu að segja.
Eins og flestir vita um er fjölgun væntanleg í janúar (það er búið að segja allt frá 8-23 við okkur þannig að það er best að halda sig bara við mánuðinn). Það hefur verið erfitt að þegja yfir þessu leyndarmáli síðustu mánuði og er það eiginlega stærsta ástæða hraðminnkandi bloggfærsla undanfarið. Mikið spennufall átti sér því stað hjá okkur hjúnum þegar komið var aftur út eftir heimferðina enda einkenndist þessi stutta heimsókn af miklu stressi.
Þetta er eiginlega hálf óraunverulegt ennþá og erfitt að ímynda sér að inní mér sé að vaxa lítið barn .... hálft ég og hálft Viktor... MERKILEGT!!
Ég fer stækkandi með hverjum deginum og Viktori hafði orð á því um daginn að það væri fyndið að sjá mig með "svona maga"!! Einmitt... hann sagði fyndið! Ég hló ekki..
Það er síðan gaman að segja frá því að ég komst inn í Oslóarháskóla og mun hefja nám í Kynjafræði ekki seinna en 14. ágúst næstkomandi. Kasólétt eftir tuðrusparkara í kynjafræði.... sjáiði kaldhæðnina í því? Hlakka mikið til að setjast á skólabekk á ný og ennþá meira til að komast að því hvað kynjafræði í raun og veru snýst um!!
Viktor heldur því fram að sambúð okkar muni líða mikið fyrir þetta "feministanám" og sér fram á heila önn fulla af klósettþrifum og þvottahúsferðum ásamt daglegum fyrirlestrum um jafnrétti kynjanna og kúgun kvenna gegnum tíðina. Væli með hans orðum. Sjáum til en annars eiga óléttuhormónarnir eflaust eftir að hafa sitt segja líka.
Viktor er allur að koma til og aðgerðin virðist hafa heppnast vel... hann er byrjaður á miklu undirbúningsprógrammi og eru menn að voanst eftir því að hann nái endanum af tímabilinu sem lýkur í Nóvember.
Heimsóknir hafa verið tíðar og góðar. Halla 1 kom hingað ásamt kaupglöðu systrum mínum og undu þær sér vel í Noregi á Munchlistasafni og H&M ferðum meðal annars. Æðislegt að fá mæðgurnar mínar í heimsókn og mamma lumaði á ýmsum góðum lausnum eins og henni einni er lagið. Megi þær koma sem fyrst aftur!!
Þessa dagana eru aðrar mæðgur í heimsókn, Halla 2 og Addý bestemor fara á kostum hér í lopasokklandi. Húsráðin koma til mín á færibandi frá þeirra viskubrunnum og er ég ekki búin að stíga fæti inn í eldhúsið síðan þær komu. Ekki amalegir gestir það!!
Þannig að ég get ekki sagt að við séum búin að vera að stjana við gesti allan þennan mánuð heldur er það frekar öfugt!
Sonja og Halli, ég biðst innlegrar afsökunar á þessari bloggleti og mun framvegis vera regla á þessi. Ber hins vegar litla ábyrgð á því sem hér mun koma fram enda hef ég litla stjórn á þessu mikla hormónaflæði sem fer hækkandi með hverjum deginum.
Ha de
p.s Mallie.. viltu senda mér mail á alfrun.pals@gmail.com... hotmailið virkar ekki lengur .. hlakka til að heyra í þér!!